Við erum Ventum

Ventum er leiðandi á Íslandi í úfærslu og sölu loftræstikerfa. Við bjóðum upp á lausnir fyrir heimili, fyrirtæki og verktaka sem eru að byggja ný húsnæði. Með áherslu á loftgæði og orkunýtni stuðlum við að bættri heilsu og vellíðan notenda.

Vandaðar lausnir & framúrskarandi þjónusta

Ventum hefur boðið upp á vönduð loftskiptakerfi fyrir íbúðarhúsnæði frá upphafi. Fleiri lausnir hafa bæst við sem að svo sem búnaður sem að hentar vel þegar bæta á við loftræsingu í eldri skóla- og skrifstofuhúsnæði, auk kerfa sem að henta í nýtt
atvinnuhúsnæði. Hjá fyrirtækinu starfar tæknimenntað fólk með áratuga reynslu úr byggingageiranum, með sérþekkingu á innivist og loftgæðum. Ventum leggur áherslu á vandaðar lausnir og framúrskarandi þjónustu.

Svansvottun

Svansvottun er að verða ríkari krafa í byggingariðnaðinum í dag. Gerð er krafa um góða orkunýtingu og góða innivist. Búnað frá Ventum má nota í svansvottaðar byggingar. Kerfin eru því bæði góð fyrir þig og umhverfið.

Þjónusta Ventum

Ventum býður upp á sérsniðna ráðgjöf fyrir loftræsikerfi í íbúðarhúsnæði, sumarhús og fyrirtæki. Við vinnum náið með viðskiptavinum til að hanna lausnir sem tryggja gæði innilofts og orkusparnað. Sérhönnuð loftræstikerfi eru útbúin fyrir hverja byggingu hvort sem um ræðir nýbyggingu eða eldri byggingu.

Ferlið okkar

Rétt hönnun og uppsetning á loftskiptakerfum er lykilatriði fyrir heilbrigt inniloft. Ventum, í samstarfi við Flexit í Noregi, sérhannar lausnir fyrir bæði nýbyggingar og eldri húsnæði. Hönnunin er sérsniðin að þínum þörfum, með grunnmynd og þrívíðu líkani, ásamt nákvæmum útreikningum á loftmagni, þrýstifalli, orkunýtingu og hljóðstigi. Við tryggjum lausnir sem bæta loftgæði og auka orkusparnað.

1

Þú sendir gögnin:

Þú sendir okkur teikningar, grunnmynd og snið af húsnæðinu með tölvupósti, óskar eftir tillögu að útfærslu og greiðir staðfestingargjald.

2

Hönnun fer í vinnslu:

Við sendum gögnin á hönnunarteymi Flexit í Noregi, sem vinnur útfærslu á 3-4 vikum.

3

Yfirferð á tillögu:

Þú færð útfærsluna til yfirferðar og kemur með ábendingar.

4

Samþykkt & þú færð kerfið:

Eftir samþykki sendum við þér tilboð og klárum pöntunina. Heildarbúnaður, loftræsisamstæða, stokkar, beygjur, tengisstykki og fylgihlutir eru sendir til þín, tilbúið til uppsetningar.