Ventum bakgrunnur.jpg

Við erum Ventum

Ventum ehf er stofnað af félögunum Eiríki Ástvald Magnússyni og Karli Sigurði Sigfússyni. Eiríkur er byggingarverkfræðingur með reynslu af úttektum á núverandi húsnæði og hönnun nýbygginga með gæði innilofts í fyrirrúmi. Karl er rafmagnsverkfræðingur og rafvirki með umfangsmikla þekkingu á raflagnahönnun og stýringum.

 

Hugsjón fyrirtækisins er að bjóða uppá lausnir sem að auka loftgæði innilofts í íbúðarhúsnæði og þægindi með tilliti til hitastigs. Orkusparnaður vegna varmaendurvinnslu loftræsikerfanna og afleidd jákvæð umhverfisáhrif eru einnig kostur. 

Ventum ehf selur lausnir frá norska framleiðandanum Flexit. Flexit var stofnað 1974 og hefur unnið að þróun og framleiðslu loftræsikerfa síðan og er leiðandi á norskum markaði.

Loftræsisamstæður og lofthreinsitæki frá Flexit eru vottaðar af Eurovent og má nota í Svansvottaðar byggingar.