top of page

Andaðu

léttar

heima 


 

ABOUT

Við erum Ventum

Ventum býður upp á loftskiptakerfi fyrir íbúðarhúsnæði og minna atvinnuhúsnæði.

Fyrirtækið er stofnað af félögunum Eiríki Á. Magnússyni og Karli Sigurði Sigfússyni.

Eiríkur er byggingarverkfræðingur með reynslu af ástandsúttektum og hönnun nýbygginga með gæði innilofts í fyrirrúmi.

Karl er rafmagnsverkfræðingur og rafvirki með umfangsmikla þekkingu á raflagnahönnun og stýringum.

Markmið fyrirtækisins er að bjóða upp á vandaðar lausnir og framúrskarandi þjónustu

Heildarkerfi

Kerfi sniðið að þínu heimili

Það skiptir máli hvernig loftskiptakerfi eru sett upp. Ventum, í samstarfi við Flexit í Noregi, býður upp á tillögu að hönnun á loftskiptakerfi bæði í nýtt og eldra húsnæði.

Útfærslan er sérsniðin að þínu húsnæði, sett fram með grunnmynd og þrívíðu líkani. Henni fylgja útreikningar á loftmagni, þrýstifalli, orkunýtni, hljóðstigi og fleiru.

Grunnmynd edit.png

Ferlið

Flexit sending.jpg
  • Þú sendir okkur tölvupóst og óskar eftir útfærslu fyrir þitt húsnæði. Við þurfum teikningar, grunnmynd og snið  til að koma með tillögu að hönnun.

  • Við sendum gögnin á hönnunarteymi Flexit í Noregi. Þau taka sér 3-4 vikur að senda útfærslu til baka sem er send til þín.

  • Þú ferð yfir útfærsluna og kemur með ábendingar sem er brugðist við.

  • Þegar hönnunin er klár sendum við þér tilboð í heildar kerfið.

  • Þegar þú hefur staðfest tilboðið er pönunin kláruð hjá Flexit.

  • Við komum kerfishlutunum til þín.

Hafið samband fyrir nánari upplýsingar

SERVICES

Vörur

ventmann logo.png

Svansvottun

Svansvottun er að verða ríkari krafa í byggingariðnaðinum í dag. Loftræstisamstæður og aðra kefishluta frá Flexit má nota í svansvottaðar byggingar ásamt plastbarka kerfinu frá Ubbink.

Kerfin eru því bæði góð fyrir þig og umhverfið.

Svansvottun.png
Síur

Síur í áskrift

Í loftskiptakerfum frá Flexit eru síur sem hreinsa inniloft með því að fjarlægja fínt ryk, þar á meðal frjókorn, svifryk og önnur efni.

Mælt er með að skipta tvisvar á ári um síur til að viðhalda virkni kerfisins sem best. Ventum býður upp á síur í áskrift fyrir Flexit loftskiptakerfi.

Flexit notar PM1 síur sem stoppa yfir 50% agna upp að1 μm að stærð

Hafið samband fyrir nánari upplýsingar

CONTACT

Upplýsingar

Fyrirspurnir

Sendið fyrirspurnir af síðunni, með tölvupósti eða hafið samband í gegnum síma.

Hafið samband

Takk fyrir!

Staðsetning

Borgahella 5

221 Hafnarfjörður

Upplýsingar

ventum@ventum.is

Sími: 599-4530

kt: 441220-1380

VSK-númer: 139813

  • Instagram
  • Facebook
  • LinkedIn
bottom of page