Uppsetning á loftskiptakerfi á köldum svæðum - Niðurgreiðsla

Langflest hús á Íslandi eru hituð upp með jarðvarma en á köldum svæðum er almennt hitað upp með rafmagni. Ríkið greiðir niður raforkukostnað hjá íbúum kaldra svæða því töluvert dýrara er að hita upp hús með rafmagni en jarðvarma. Það er því hagkvæmt að bæta byggingar með tilliti til orkusparnaðar, bæði fyrir einstaklinga og ríkið. Orkustofnun veitir styrki til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða aðgerða sem leiða til bættrar orkunýtingar í húshitun.

Loftskiptakerfi með varmaendurvinnslu geta dregið verulega úr orkutapi vegna loftskipta. Hægt er að sækja um niðurgreiðslu við uppsetningu á loftskiptakerfum á köldum svæðum hjá Orkustofnun. Reikna á með að endurgreiðslan sé helmingur af efniskostnaði en ekki meira en 1,3 milljónir króna. Einnig er hægt að fá hluta virðisauka við vinnu til baka í gegnum allir vinna.
Vandaðar lausnir & framúrskarandi þjónusta
Ventum býður upp á loftskiptakerfi fyrir íbúðarhúsnæði og minna atvinnuhúsnæði. Fyrirtækið var stofnað af Eiríki Á. Magnússyni, byggingarverkfræðingi, og Karli Sigurði Sigfússyni, rafmagnsverkfræðingi. Með áratuga reynslu í hönnun nýbygginga og stýringum, leggjum við áherslu á vandaðar lausnir og framúrskarandi þjónustu.