FLEXIT á Íslandi
Ventum er umboðsaðili norska framleiðandans Flexit á Íslandi. Flexit var stofnað 1974 og hefur síðan þróað og framleitt loftræsilausnir fyrir heimili og atvinnuhúsnæði. Flexit einblínir á lausnir sem að vika fyrir norrænar aðstæður. Fyrirtækið hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi.
Loftræsikerfi fyrir heimili og vinnustaði
Góð loftræsing bætir gæði innilofts og dregur úr uppsöfnun raka innandyra. Varmaendurvinnsla í loftræsikerfum flytur varma úr notuðu lofti yfir í ferskt loft án uppblöndunar. Það leiðir af sér orkusparnað og að hægt sé að skipta um loft án þess að það kólni inni. Ventum býður uppá loftræsilausnir fyrir heimili, bæði í eldra húsnæði og nýbyggingar. Einnig vandaðar lausnir fyrir vinnustaði og skóla.
Við erum Ventum
Söluráðgjafar hjá Ventum hafa áratuga reynslu og þekkingu á sviði bygginga með sérhæfingu í loftgæðum. Við leggjum áherslu á að bjóða einungis uppá vandaðan búnað og aðstoða við val á búnaði og útfærslur kerfa.

Ferlið að sérsniðnu loftræstikerfi
Við vinnum að sérsniðinni útfærslu á loftskiptakerfum með Flexit í Noregi. Útfærslan miðar að því að tryggja rétt loftmagn á lágu hljóðstigi. Gögn eru á formi teikninga og þrívíddarlíkans.
Síur í áskrift
Ventum fylgir öllum seldum kerfum eftir með sölu á síum og bíður upp á síuáskrift. Framleiðandi mælir með síuskiptum einu sinni á ári að lágmarki.
