top of page

Kröfur í Svaninum

Algengt er að loftskiptakerfi séu sett upp í byggingum sem á að Svansvotta til þess að ná orkukröfu (O4. Energy consumption of the building). Í raun má segja að erfitt sé að ná þessari kröfu án loftskiptakerfis með varmaendurvinnslu.


Í þriðju útgáfu af Svanvottunarkröfunum, sem gildir til september 2024, er farið fram á að orkunotkun verði minni en 160 kWh/m2 á ári. Til þessa að reikna út orkunotkun bygginga þarf að nota hermilíkön svo sem IDA ICE, þar sem taka þarf tillit til breytilegra aðstæðna utandyra.

Þau loftskiptakerfi sem Ventum er umboðsaðili fyrir má nota í Svansvottaðar byggingar. Loftræsisamstæður og kerfishlutar frá Flexit má nota í Svansvottaðar byggingar ásamt plastbarkanum frá Ubbink. Byggingaraðilar geta séð frekari upplýsingar á vefgátt Svansins (Flexit) og íslenskar efnissamþykktir eru á heimasíðu Svansins á Íslandi (Ubbink). Fyrir plastbarkakerfin þarf ekki að útvega gögn varðandi tengistykki.


Til þess að draga úr orkunotkun með tilliti til upphitunar þá er hægt að einangra byggingar meira en vanalegt er eða endurvinna varma við loftskipti. Þegar byggingar eru loftræstar náttúrulega eða með vélrænu útsogskerfi má reikna með að hlutfall varmataps sé um 40-50%. Það þýðir að um helgmingur varmans fer út um glugga og útsog eða í gegnum einangraða fleti svo sem þök og veggi. Þegar sett er upp loftskiptakerfi með varmahjóli þá færir kerfið um 85% af varmanum úr heita inniloftinu yfir í ferska loftið sem er blásið inn.







Comments


bottom of page