Lofthreinsitæki samstæður í Nordic seríunni frá Flexit afkasta frá 100 - 500 m3/h sem að henta fyrir íbúðarhúsnæði og minna atvinnuhúsnæði til að bæta loftgæði. Nordic samstæðurnar koma í tveimur týpum af loftræsisamstæðum, vegghengdum (S) og lofthengdum (CL) og hver týpa kemur í þremur stærðum.

Nordic loftræsisamstæður frá Flexit eru hannaðar fyrir norrænar aðstæður og eru allar með varmahjóli með allt að 85% varmaendurvinnslu. Samstæðurnar eru hljóðlátar og auðveldar í notkun. Samstæður í Nordic seríunni er hægt að stýra með Flexit GO appinu og stjórnborði á vegg. Samstæðurnar eru með innbyggðu rafmagnhitaelementi nema óskað sé eftir öðru. 

Við mælum með að nota Flexit Select reiknivélina við val á samstæðum.