Albatross lofthreinsitæki samstæður eru í fimm stærðum og afkasta frá 1000 - 5000 m3/klst. Samstæðurnar eru annað hvort topptengdar (S) eða hliðtengdar (L). Samstæðurnar eru með varmahjóli sem að endurvinnur minnst 80% varmans. Orkunýtni viftana í samstæðunum er góð og samstæðurnar eru hljóðlátar. 

Samstæðurnar koma sem 400V en auðvelt er að breyta í 230V á staðnum. Einnig er auðvelt að breyta samstæðunni frá hægri til vinstri á staðnum. Hægt er að velja hvort að orkugjafi fyrir hitaelement er vatn eða rafmagn. Þar af leiðandi eru samstæðurnar mjög sveigjanlegar og erfitt er að panta vitlaust. Þessi sveigjanleiki verður líka til þess að samstæðurnar eru alltaf til á lager úti.  

Allar samstæðurnar bæta loftgæði  og eru auðveldar í flutningum og passa í gegnum 90cm hurðagöt. Stærstu samstæðurnar S32, S50 og L50 eru samsettar. Minnstu samstæðurnar S10, S15 og L14 passa í gegnum 80cm hurðargat. 

 

Hægt er að fá betra loft með að stýra eftir hitastigi, koltvísýringsmagni, föstu loftmagni eða föstum þrýstingi í stokkum.

 

Albatros samstæðurnar má nota í Svansvottaðar byggingar. 

Við mælum með að nota Flexit Select reiknivélina við val á samstæðum. 

Bæklingur 

Sendið Fyrirspurn til að fá verð 

Topp tengdar samstæður