Roomie Dual Wifi

Roomie Dual Wifi

SKU: 116000

Roomie Dual Wifi veitir fersku síuðu lofti inní eitt rými og fjarlægir óhreint loft. Loftið fer í gegnum varmaskipti úr keramiki sem að endurvinnur um 70-80% varmans og ferska loftið er því temprað.  Roomie Dual Wifi er með tvær rásir og blæs inn og sogar út samtímis. 
 

Innbyggð Wifi tenging gerir kleift að láta fleiri Roomie kerfi vinna saman. Hægt er að stýra Roomie Dual Wifi með appi, fjarstýringu eða hnöppum á kerfinu. Með auðveldu móti er hægt að sleppa varmaendurvinnslu þegar hlýtt er úti.

 

Uppsetning á Roomie loftræsikerfum er einfaldari en fyrir hefðbundin miðlæg loftræsikerfi með stokkum. Gera þarf eitt gat í útvegg og koma Roomie fyrir, rörin eru 160mm í þvermál og passa í veggþykktir frá 28-50cm. Kerfið kemur með rafmagnstengli og því er ekki þörf á rafvirkja við uppsetningu, nema ef það á að fasttengja í rafmagn. Eitt Roomie Dual Wifi kerfi hentar fyrir rými sem eru allt að 17m2 að stærð. 

 

Það má setja Roomie Dual Wifi upp í votrýmum. Kerfið er með innbyggðan rakanema, ef að að raki fer yfir tilgreind mörk er lofti dælt út um báðar rásir kerfisins þangað til rakastig er komið undir mörkin. Það er hægt að stilla kerfið eftir klukku og það lætur vita þegar það er of mikil mótstaða í síum.
 

Hægt er að nota Flexit Kjøpshjelp við val á Roomie loftræstikerfi og fjölda. 
 

Tækniupplýsingar