top of page

Varmadælur og loftskiptakerfi með varmaendurvinnslu

Loftskiptakerfi með varmaendurvinnslu loftræsa rými án þess að kæla þau niður. Þannig helst jafnt hitastig í rýminu á meðan ferskt temprað loft berst inn ólíkt því þegar gluggi er opnaður og ferskt loft sem er oftar en ekki kaldara en inniloftið berst inn.


Varmadæla hitar upp húsnæði. Varmadælur taka varma utandyra, til dæmis úr útilofti, vatni eða jarðvegi og flytja hann inn. Mismunandi nýtnistuðlar eru fyrir mismunandi gerðir varmadæla. Ef nýtnistuðulinn er til dæmis 5 þá skilar varmadælan 5 kWst af varma fyrir hverja 1 kWst af rafmagni sem hún notar. Varmadælur draga því úr orkunotkun við upphitun rýmis, hvort sem varmadælan er tengd ofnakerfi, gólfhita eða hitar upp inniloft. Varmadælur byggja á sömu eðlisfræði og ísskápar nema það má segja að virknin sé öfug.


Tilgangur loftskiptakerfa er að loftræsa húsnæði. Loftskiptakerfi með varmaendurvinnslu er ótengt hitakerfi hússins en kemur í veg fyrir að varminn sem að hitakerfið færir inn sé hent út um gluggann við loftskipti. Loftskiptakerfið dregur út notað loft úr votrýmum og eldhúsi, varminn í notaða loftinu er færður yfir í ferska loftið með varmahjóli og veitt inn aftur, án þess að blöndun á lofti eigi sér stað. Töluvert stórt hlutfall varmataps bygginga, sem eru loftræstar náttúrulega er vegna loftskipta. Með útreikningum má sýna frammá að varmatap vegna loftskipta sé af sömu stærðargráðu og leiðnitap í gegnum hjúpfleti íbúðarhúsnæðis. Þar af leiðandi felst umtalsverður orkusparnaður í varmaendurvinnslunni í loftskiptakerfinu sem að er af stærðargráðunni 85%.Þannig geta byggingar bæði haft varmadælur og loftkiptakerfi með varmaendurvinnslu sem að vinnur vel saman.


Flexit hefur þróað vörulínu EcoNordic sem er varmadæla fyrir hitakerfi og neysluvatn auk þess að vera loftskiptakerfi með varmaendurvinnslu.
Comments


bottom of page