top of page

Loftskiptakerfi með síum

Síur í loftskiptakerfum verða til þess að minna af loftbornum ögnum og óhreinindum í útilofti berast inn við loftskipti. Agnir í útilofti eru til dæmis svifryk og frjókorn. Auk þess kemst lúsmý ekki í gegnum síurnar. Með því að sía óhreinindin úr útiloftinu við loftskipti er komið í veg fyrir að þau berist í inniloft og berist innvortis við öndun. Til dæmis fer svifryk reglulega yfir heilsusamleg mörk á höfuðborgarsvæðinu yfir vetrartímann (sjá nánar á heimasíðu Umhverfisstofnunnar, www.loftgaedi.is). Til marks um agnir í útilofti er hægt að líta á uppsöfnun á óhreinindum við opnanleg fög, sjá mynd.


Mesta magn frjókorna í útilofti er á vorin og síun á fjórkornum úr innilofti gæti verið gagnlegt fyrir þá sem hafa frjókornaofnæmi. Lúsmý hefur verið til ama á mörgum stöðum á landinu, i húsnæði með loftskiptakerfum með síum þá er hægt að loka gluggum en halda stöðugum loftskiptum í gegnum síur. Þannig er komið í veg fyrir að lúsmý komist inn á sama tíma og nægu fersku lofti er veitt inn.


Tilgangur síanna er einnig að verja búnaðinn sjálfan fyrir uppsöfnun á óhreinindum. En uppsöfnun á óhreinindum inní búnaði gæti valdið áhrifum á endingu og virkni búnaðar.


Huga þarf af reglulegum síuskiptum, en þegar síurnar eru fullar þá eykst orkunotkun búnaðar. Tíðni síuskipti fer eftir magni af óhreinindum í útilofti. Á höfuðborgarsvæðinu er mælt með að skipt sé um síur tvisvar. Hér fyrir neðan sést myndband sem að sýnir síuskipti í Flexit samstæðu.











Comments


bottom of page