top of page

Afhverju loftskiptakerfi

Vísbendingar eru um að loftræsivenjur íbúa hér á landi hafi breyst þannig að gluggar eru minna opnaðir nú en áður. Einnig er borgarumhverfið stöðugt að verða skjólsælla vegna aukins gróðurs sem dregur úr loftskiptum vegna náttúrulegrar loftræsingar. Á sama tíma hafa kröfur neytanda um loftgæði og þægindahitastig heimila aukist. Þessir þættir verða til þess að stýrð loftskipti verða nauðsynleg.


Loftskiptakerfi með varmaendurvinnslu og síum leiðir til þess að:

  • nægu fersku lofti er veitt inn óháð veðurskilyrðum

  • fersku lofti er veitt inn án þess að kæla íverurými

  • að rakt notað loft er dregið út

  • dregið er úr orkutapi með varmaendurvinnslu

  • minni óhreinindi berast inn vegna síunnar

  • minni umhverfishávaði berst inn ef opnanleg fög eru lokuð

Auk þess er hægt að stilla kerfin þannig að vægur yfirþrýstingur sé í íbúðum.


Í nágrannalöndum okkar, s.s. Danmörku og Noregi, hefur það verið reglugerðarkrafa að setja upp loftskiptakerfi með varmaendurvinnslu í nýtt íbúðarhúsnæði um árabil. Ástæða kröfunnar er að dregið er úr orkutapi með því að endurvinna varma við loftskipti. Það er sem sagt orðið sjálfsagt að íbúðir séu með loftskiptakerfum víðsvegar um Skandinavíu.


Félagið Vistbyggð bauð upp á fyrstu Svansvottuðu íbúðarhúsin á sölu á almennum markaði 2019, en mikil aukning hefur verið í að Svansvotta íbúðarhúsnæði síðan þá. Í svansvottuðu íbúðarhúsnæði eru sett upp loftskiptakerfi með varmaendurvinnslu til að standast kröfur um orkunotkun bygginga.


Uppsetning á sjálfstæðum loftskiptakerfum fyrir hverja íbúð í fjölbýlishúsi getur leyst ýmis hönnunar vandamál. Til dæmis þarf ekki sérstakar brunavarnir í loftræsistokkum ef sjálfstætt kerfi er fyrir hverja íbúð. Auk þess berst hljóð ekki á milli íbúða í gegnum loftræsistokka ef um sjálfstætt kerfi er að ræða. Íbúar geta einnig stýrt sínum aðstæðum innandyra óháð nágrönnum sínum. Í Flexit kerfum eru innbyggðir hitanemar fyrir innblástur og útsog sem að hægt er að nota stil stýringa. Auk þess er vinsælt að setja upp rakaskynjara á baðherherbergi og með því eykur kerfið afköst sín þegar rakastig fyrir yfir skilgreind mörk. Einnig er hægt að stýra afköstum með koltvísýringsnemum.


Einnig má nefna að ef byggja á þar sem er mikill umferðarniður geta loftskiptakerfi verið góð lausn. Kerfin veita inn fersku lofti þó svo að opnanleg fög séu lokuð, þannig má draga úr að hávaði utandyra berist inn.


Síurnar í Flexit samstæðu eru af gerðinni ISO ePM1 50% (áður F7). Þessi gerð sía tekur 50% af ögnum sem að eru minni en 1 mikrón. Síurnar draga þannig úr magni agna sem að berast inn svo sem svifryks og frjókorna, auk þess að kemst lúsmý ekki í gegnum síurnar.

Comments


bottom of page