flexit_select.gif

Flexit Select reiknivélin aðstoðar þig við að velja samstæðu útfrá loftflæði og áætluðu þrýstifalli í kerfinu. Reiknivélin býður uppá útreikninga á orkunotkun, orkusparnaði, varmaendurvinnslu, hljóðstigi og fleiru . Í forritinu má líka sjá málsetningar, kerfismyndir og nánari tækniupplýsingar fyrir allar samstæður frá Flexit. Í forritinu er hægt að sækja DXF skrár fyrir allar samstæður. 

  • Forritið býður uppá að verkefnin séu vistuð á "skýi"

  • Hægt er að deila útreikningum með samstarfsaðilum beint úr forritinu

  • Möguleiki á að bera saman virkni samstæða í sama verkefninu

  • Hægt er að afrita áður unnin verkefni

  • Nota íslensk veðurgögn við að stærða hitaelement (á við um samstæður með vatnselementi)

  • Niðurstöður eru vistaðar sem skýrsla á PDF formi

  • Hægt er að setja inn upplýsingar um ykkar fyrirtæki neðst í útprentaðar skýrslur

Til þess að nota forritið og bæta loftgæði þín þarf að búa til aðgang. 

Flexit Select