top of page
Flexit Logo.png

Ventum er umboðsaðili Flexit á Íslandi. Flexit er norskur framleiðandi á loftskiptakerfum fyrir íbúðarhúsnæði og minna atvinnuhúsnæði.

Flexit hefur starfað frá 1974 og er leiðandi á markaði þegar kemur að þróun og framleiðslu á minni loftræsisamstæðum.

Lausnir og búnaður frá Flexit er hannaður og prófaður fyrir norrænt loftslag.

Nordic

Loftræsisamstæður í Nordic seríunni frá Flexit  henta fyrir íbúðarhúsnæði. Nordic samstæðurnar eru ýmist vegghengdar (S) eða lofthengdar (CL) og koma í þremur stærðum.

Nordic loftræsisamstæður frá Flexit eru hannaðar fyrir norrænt loftslag og eru allar með varmahjóli með allt að 85% varmaendurvinnslu. Samstæðurnar eru hljóðlátar og auðveldar í uppsetningu og notkun. Hægt er að stýra öllum samstæðum í Nordic seríunni með vegghengdu stjórnborði eða  Flexit GO appinu. Algengur aukabúnaður fyrir stýringar eru til dæmis rakanemar inn á baðherbergi, Co2 nemar og þrýstinemar fyrir eldhúsháf.

Flexit nordic
cl-1_7012.png

Samstæðurnar eru einangraðar og geta verið í óupphituðum rýmum. Rafmagnshitaelement er innbyggt í samstæðurnar nema óskað sé eftir öðru.

Flexit Go appið gerir notandanum kleift að stýra samstæðunni í gegnum síma eða spjaldtölvu hvar sem er. Til þess þarf samstæðan þó að vera nettengd. Appið er bæði til fyrir Android og Apple. 

Við val á samstæðum frá Flexit er mælt með að nota Flexit Select reiknivélina. Allar samstæðurnar í Nordic seríunni eru Eurovent certified performance og má nota í svansvottaðarbyggingar.​

EcoNordic

EcoNordic búnaður frá Flexit er sambyggð loftræsisamstæða, varmadæla og hitavatnstúpa. Loftræsisamstæðan veitir loftskipi með varmaendurvinnslu. Hitakerfi hússins og heitt neysluvatn nýtir varmadæluna. 

Varmaendurvinnsla loftræsisamstæðu nýtir varma frá lofti sem að er dregið út úr húsi í að hita upp ferskt loft sem að er veitt inn. Búnaðurinn er með síum þannig að óhreinindi í útilofti berast inn í litlum mæli. Svo sem svifryk, frjókorn og lúsmý.

Varmadæla er loft í vatn en varmi sem að eftir er í útsogslofti eftir varmaendurvinnslu er nýttur af varmadælu. Þannig næst hátt hlutfall varmaenduvinnslu, eða allt að 95%. 

EcoNordic búnaður er nettengdur og hægt er að stýra honum með Flexit GO appinu. 

Ventum býður uppá sérsniðnar útfærslur af EcoNordic í samstarfi við Flexit. 


 

econordic_5403.png

ProNordic

ProNordic loftræsisamstæður henta fyrir minna atvinnuhúsnæði og afkasta mest um 5.000 m3/klst. Samstæðurnar eru annað hvort topptengdar (S) eða hliðtengdar (L). Samstæðurnar eru með varmahjóli sem að endurvinnur allt að 80% varmans. Orkunýtni viftana í samstæðunum er góð og samstæðurnar eru hljóðlátar. 

151400_7534.png

Samstæðurnarn koma tilbúnar fyrir 400 volt en hægt er að breyta þeim fyrir 230 volt. Orkugjafi fyrir hitaelement er vatn eða rafmagn.

Samstæðurnar eru sveigjanlegar í samsetningu og því auðvelt að breyta þeim í uppsetningu. Þær eru auðveldar í flutningum og passa í gegnum 90cm hurðagöt. Við val á ProNordic samstæðunum frá Flexit er mælt með að nota Flexit Pro Select reiknivélina. ProNordic samstæðurnar má nota í svansvottaðarbyggingar

Roomie

Roomie búnaðurinn skiptir lofti rýmisins út þannig að fersku síuðu lofti er veitt inn og notuðu loft blásið út. Notaða loftið fer í gegnum varmaskipti úr keramiki sem endurvinnur um 70-80% varmans og ferska loftið er því temprað. 

Roomie Dual Wifi er með tvær rásir og blæs inn og sogar út samtímis. Roomie One Wifi er með eina rás og blæs inn og sogar út til skiptis á 70 sekúnda fresti. Innbyggð Wifi tenging gerir kleift að láta fleiri Roomie One kerfi vinna saman.

 

115996_5714.png

Hægt er að stýra Roomie með appi, fjarstýringu eða hnöppum á kerfinu. Þegar hlýtt er í veðri er auðvelt að sleppa varmaendurvinnslunni.

Uppsetning á Roomie loftræsikerfum er einfaldari en fyrir hefðbundin miðlæg loftræsikerfi með stokkum. Gera þarf eitt gat í útvegg og koma Roomie fyrir, rörin eru 160mm í þvermál og passa í veggþykktir frá 28-50cm. Kerfið kemur með rafmagnstengli og því er ekki þörf á rafvirkja við uppsetningu, nema ef það á að fasttengja í rafmagn. 

BIM

Hönnuðir geta nálgast Flexit fjölskylduna fyrir MagiCAD. Í Flexit fjölskyldunni er hægt að nálgast helstu kerfishluta sem að þarf að skilgreina fyrir loftræsikerfi. Einnig er hægt að velja samstæður út frá hljóðstigi, SFP, nýtni og fleiru.

Við val á samstæðum frá Flexit er mælt með að nota Flexit Select reiknivélina.

magicad-logo-300x293.png
Flexit Select
bottom of page